Vestmannaeyjabær:

Minnihlutinn samþykkti ekki fjárhagsáætlunina

16.Desember'20 | 07:30
20200912_120605

Gert er ráð fyrir 35 milljón króna hagnaði af rekstri Vestmannaeyjahafnar á næsta ári. Ljósmynd/TMS

Fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar var samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar með fjórum atkvæðum E og H lista. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hins vegar hjá.

Elís Jónsson forseti bæjarstjórnar bar upp lykiltölur í fjárhagsáætlun ársins 2021:

 • Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2021:
 • Tekjur alls kr. 4.409.064.000
 • Gjöld alls fyrir fjármagnsliði kr. 4.509.760.000
 • Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 30.640.000
 • Veltufé frá rekstri kr. 487.694.000
 • Afborganir langtímalána kr. 22.165.000
 • Handbært fé í árslok kr. 2.638.756.000


Fjárhagsáætlun B-hluta bæjarsjóðs Vestmannaeyja 2021:

 • Rekstrarniðurstaða Hafnarsjóðs, hagnaður kr. 35.055.000
 • Rekstrarniðurstaða Vatnsveitu kr. 0
 • Rekstrarniðurstaða Fráveitu, hagnaður kr. 34.155.000
 • Rekstrarniðurstaða Félagslegra íbúða kr. 0
 • Rekstrarniðurstaða Náttúrustofu Suðurlands, hagnaður kr. 3.708.000
 • Rekstrarniðurstaða Hraunbúðir kr. 0
 • Rekstrarniðurstaða Herjólfs ohf. tap kr. 0
 • Veltufé frá rekstri kr. 191.880.000
 • Afborganir langtímalána kr. 7.115.000


Fjárhagsáætlun samstæðu Vestmannaeyja 2021:

 • Tekjur alls kr. 6.656.321.000
 • Gjöld alls kr. 6.685.703.000
 • Rekstrarniðurstaða, jákvæð kr. 103.558.000
 • Veltufé frá rekstri kr. 679.575.000
 • Afborganir langtímalána kr. 29.280.000
 • Handbært fé í árslok kr. 2.638.756.000

Geta ekki samþykkt þá forgangsröðun fjármuna og verkefna sem í henni birtist

Hildur Sólveig Sigurðardóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með sameiginlegri bókun fulltrúa minnihlutans. 

Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins þakka starfsmönnum Vestmannaeyjabæjar mikla vinnu í tengslum við fjárhagsáætlunargerð. Undirrituð samþykkja ekki framlagða fjárhagsáætlun þar sem undirrituð geta ekki samþykkt þá forgangsröðun fjármuna og verkefna sem í henni birtist. Undirrituð voru andvíg kaupum á húsnæði Íslandsbanka og töldu mikilvægt að sameina starfsemi bæjarskrifstofa undir einu þaki til að ná fram rekstrarhagræðingu.

Miklum fjármunum er varið í að flytja hluta bæjarskrifstofa aftur í gamla ráðhúsið annars vegar og í húsnæði Íslandsbanka hins vegar. Undirrituð eru mótfallin breytingum á skipuriti framkvæmda- og hafnarráðs með nýju stöðugildi hafnarstjóra.

Á tímum þegar aðhalds og hagræðingar er þörf er áfram verið að fjölga opinberum störfum. Þrátt fyrir að rekstur Hraunbúða sé að mestu farinn úr reikningshaldi næsta árs, engar framkvæmdir verða hafnar við nýjan Hamarsskóla og kaupum á Sorporkustöð hafi verið slegið á frest eru það aftur fjármagnstekjur sveitarfélagsins sem koma í veg fyrir að halli verði á rekstri aðalsjóðs. Spennandi verkefni felast hins vegar í áætluninni sem mörg hver voru sett í farveg á síðasta kjörtímabili og önnur ný sem vel er hægt að styðja og er t.a.m ánægjulegt að tekið hafi verið vel í verkefnið Veldu Vestmannaeyjar, að fara eigi í að hanna viðbyggingu Hamarsskóla og setja eigi fjármuni í ljósleiðaravæðingu og eflingu nýsköpunar, segir í bókun minnihlutans.

Sjá einnig: Hluti tillagna minnihlutans samþykktar

Skiptir máli að taka ábyrgð

Íris Róbertsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu með sameiginlegri bókun meirihluta E og H lista.

Kjörnir fulltrúar geta komið góðum hlutum í framkvæmd og er fjárhagsáætlun leiðin til þess. Þá skiptir máli að taka ábyrgð. Það er ekki nóg að tala um góðu verkefnin, eins og Hamarsskóla, spjaldtölvuvæðingu og ljósleiðarvæðingu, en forða sér svo frá þeirri ábyrgð sem fylgir því að samþykkja fjárveitingar til þessar verkefna. Það er eðlilega ágreiningur um ákveðna þætti eins og alltaf er. Bæjarfulltrúar E- og H-lista eru tilbúnir í að axla þá ábyrgð.
 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-