Áætlun Strætó ekki í samræmi við nýja áætlun Herjólfs

16.Desember'20 | 16:59
IMG_2135

Strætó í Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Eftir að áætlun Herjólfs var breytt er orðið misræmi á milli áætlunar ferjunar og áætlunar Strætó. Til að mynda kemur rútan í Landeyjahöfn upp úr klukkan 20.00, en ferjan fer frá Landeyjahöfn klukkan 19.45.

Alma Ingólfsdóttir, sölu- og verkefnastjóri hjá Herjólfi segir að misræmi á áætlunum milli fyrirtækja sé afar óheppilegt.

„Strætó var upplýst um nýju áætlun Herjólfs í nóvember. Síðan þá höfum við verið að reyna að þrýsta á þá að endurskoða sína áætlun en með litlum viðbrögðum. Þeir eru vissulega einnig að þjónusta önnur sveitafélög á Suðurlandi, þannig mögulega erfitt að samræma það við ferðir Herjólfs. Síðast þegar við vissum var þetta komið á borðið hjá umsjónarmönnum Strætó.”

Það sem einnig er slæmt við þetta fyrirkomulag nú er að afgreiðslan í Landeyjahöfn lokar nú klukkan 21.00. 

Alma segir að Strætó sé kominn í Landeyjahöfn rúmlega 20:00, þannig fólk hefur tök á því að sitja inni til 21:00, eftir það lokar skrifstofan og farþegar geta svo farið um borð þegar skipið kemur um kl. 21:45.

„Ég þori ekki að fullyrða hvort að einhver hafi lent í þeirri stöðu að vera beðinn um að yfirgefa húsið við lokun. Ég veit að þetta er hjartans mál hjá þeim sem sjá um Landeyjahöfn og hafa þau rætt þetta við stjórnina.” segir hún.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-