Nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna
15.Desember'20 | 13:20Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja í gær var lögð fram tillaga af deiliskipulagi fyrir móttökustöð úrgangsefna.
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöð úrgangsefna á svæði I-1. Tillagan gerir ráð fyrir að móttökusvæði fyrir flokkaðan úrgang verði endurskipulagt með sorpbrennslu, geymslusvæði, aðstöðu til móttöku spilliefna, starfsmannaaðstöðu, meðhöndlunar og flokkunarsvæði.
Í fundargerðinni segir að það sé stefna Vestmannaeyjabæjar að draga úr myndun úrgangs og stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu hans eins og kostur er. Með því má draga úr þörf fyrir förgun á úrgangi. Meðhöndlun úrgangs er flókið ferli, sem felur í sér söfnun, flutning, flokkun, endurnýtingu, endurvinnslu og svo förgun þess úrgangs sem nýtist ekki. Skipulagið er unnið af skipulagshönnuðum Alta ehf. fyrir Vestmannaeyjabæ.
Í niðurstöðu segir að skipulagsráð samþykki að auglýsa framlagða tillögu að deiliskipulagi samkvæmt skipulagslögum, og er málinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.