Sótt um að byggja aðra raðhúsalengju í Áshamri

12.Desember'20 | 10:38
ashamar_fastafl_2020_teikn_all

Útlitsteikningar af húsunum sem nú er sótt um.

Á afgreiðslufundi byggingarfulltrúa Vestmannaeyjabæjar í gær var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi fyrir raðhús á Áshamri 115-123. 

Fram kemur í fundargerðinni að Þórhallur Hinriksson fh. Fastafls ehf. sækir um leyfi til að byggja 5 íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Áshamar 115-123, í samræmi við framlögð gögn. 

Stærðir: Íbúðir 115/123, íbúð 130,1 m², bílgeymsla 31,9 m². Íbúðir 117/119/121, íbúð 88,3 m², bílgeymsla 28,6 m². Fram kemur að byggingarfulltrúi vísi umsókninni til skipulagsráðs með tilvísun skipulagslög. 

Í lok október sótti Svanur Örn Tómasson um leyfi til að byggja 5 íbúða raðhús með innbyggðum bílgeymslum á lóðinni Áshamar 95-103, en um er að ræða svæðið sem var deiliskipulagt í fyrra.

Sjá einnig: Hyggjast byggja fimm íbúða raðhús í Áshamri

Þriðju lóðinni sem úthlutað var á svæðinu undir raðhús var úthlutað til Steina og Olla ehf. Eyjar.net greindi einnig frá því nýverið að til stæði að byggja fjölbýlishús við Sólhlíð. Þar er gert ráð fyrir að fjöldi íbúða verði á bilinu 18-22. Ekki er þetta tæmandi upptalning á húsbyggingum í Eyjum, en ljóst er að ekkert lát er á nýbyggingum víða um bæinn.

Þessu tengt: Mikil uppbygging fyrirhuguð á Sólhlíð

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.