Bæjarstjórn Vestmannaeyja:

Tekist á um starfshætti kjörinna fulltrúa

9.Desember'20 | 08:00
IMG_2787

Frá fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja á fimmtudaginn var lágu fyrir starfshættir kjörinna fulltrúa til umræðu og staðfestingar.

Ekkert annað en orðin tóm

Í bókun frá fulltrúum Sjálfstæðisflokksins segir að það veki athygli að bæjarfulltrúi meirihlutans skuli minnast í bókun sinni á starfshætti líkt og á Akureyri þar sem að minnihlutanum var boðin formennska í ráðum og nefndum, í sömu bókun er talað um pólitíska leiki og að spurningum sem beint hafi verið til bæjarstjóra hafi verið flóknar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur á þessu kjörtímabili óskað eftir því að taka við varaformennsku í ráðum líkt og venjan var, en því var hafnað. Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lagt til að taka að sér formennsku í ráðum en því hefur verið hafnað.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einnig lagt fram tillögu um íbúakosningu varðandi lýðræðislega ákvörðun um fjölgun bæjarfulltrúa en því var hafnað af meirihlutanum. Það orðalag sem bæjarfulltrúi meirihlutans notar í bókun sinni er því ekkert annað en orðin tóm, segir í bókun minnihlutans.

Hljóta að vera meðvitaðir um umrætt ákvæði

Í bókun frá Njáli Ragnarssyni, bæjarfulltrúa Eyjalistans segir að ákvæði um aðgengi bæjarfulltrúa að gögnum í gegnum bæjarstjóra hafi verið í bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyja a.m.k. síðan 2004. Bæjarfulltrúar hljóta að vera meðvitaðir um umrætt ákvæði og mikilvægt að virðing sé borin fyrir þeim reglum sem settar hafa verið um stjórn og starfshætti bæjarfélagsins.

Eðlilegt að fyrirspurnir annarra fulltrúa til bæjarstjóra verði einnig gerðar opinberar

Í kjölfarið bókaði Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks þar sem segir að það hafi komið undirritaðri í opna skjöldu að tölvupóstur hennar með fyrirspurnum í tengslum við fjárhagsáætlunarvinnu hafi verið gerður opinber að henni forspurðri.

Slíkt vegur að trausti milli kjörinna fulltrúa og æðsta embættismanns sveitarfélagsins. Engin fordæmi eru fyrir því að fyrirspurnir eins kjörins fulltrúa séu opinberaðar með þessum hætti og óvíst hvaða tilgangi slíkt eigi að þjóna annað en að hafa fælingarmátt og vera tilraun til að draga úr slíkum spurningum.

Undirrituð telur mikilvægt að jafnræðis sé gætt varðandi meðferð slíkra fyrirspurna, undirrituð er varla eini bæjarfulltrúinn sem beinir spurningum til bæjarstjóra og því eðlilegt að aðrar fyrirspurnir annarra fulltrúa til bæjarstjóra verði gerðar opinberar með sama hætti ef fylgja á þessu nýja verklagi meirihlutans, annað væri væntanlega brot á jafnræðisreglu þar sem segir skýrt: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti, segir í bókun Hildar Sólveigar.

Málið var samþykkt með sex atkvæðum E, H og D lista. Hildur Sólveig Sigurðardóttir fulltrúi D lista sat hjá.

 

Glæný fýlsegg

17.Maí'22

Er kominn með glæný fýlsegg. Upplýsingar í síma 8693499, Georg.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...