Stytting vinnuvikunnar hjá Vestmannaeyjabæ

Meginmarkmið að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks

og auka möguleika þess á að samþætta vinnu og einkalíf

9.Desember'20 | 07:43
IMG_4172

Undirbúningurinn hefur gengið vel og hefur starfsfólk á stofnunum bæjarins tekið virkan þátt. Ljósmynd/TMS

Síðastliðna mánuði hefur staðið yfir vinna við styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk hjá Vestmannaeyjabæ. Málið var til umræðu og afgreiðslu bæjarstjórnar Vestmannaeyja í síðustu viku.

Í fundargerðinni segir að meginmarkmið með styttingu vinnuvikunnar sé að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess á að samþætta vinnu og einkalíf.

Lagt var upp með þrjú markmið í undirbúningnum og innleiðingunni: a) að skapa ávinning fyrir starfsfólk, b) að skerða ekki þjónustu sveitarfélagsins og c) að styttingin leiði ekki til kostnaðarauka.

Undirbúningurinn hefur gengið vel og hefur starfsfólk á stofnunum bæjarins tekið virkan þátt. Staðið hefur verið fyrir fræðslu og fundað á vinnustöðunum. Starfshópar á vinnustöðum lögðu fram tillögur um útfærslu styttingar. Í framhaldinu var kosið um tillögur að styttingu vinnutíma á hverjum vinnustað og útbúið samkomulag byggt á niðurstöðum einstakra vinnustaða sem send eru bæjarstjórn til samþykktar, reglum samkvæmt. Hver vinnustaður hefur lagt sig fram um að skoða vinnuumhverfi, skipulag vinnunnar og rætt vinnustaðamenninguna.

Hér er um að ræða stórt samstarfsverkefni starfsmanna, stjórnenda, stéttarfélaga og bæjarskrifstofanna sem nær til allra stofnana Vestmannaeyjabæjar.
Allar stofnanir bæjarins hafa nú skilað inn samkomulagi byggt á niðurstöðum kosninga. Samkomulögin eru send bæjarstjórn til staðfestingar. Þegar bæjarstjórn hefur staðfest öll samkomulögin verður heildaryfirlit sent svokölluðum innleiðingarhópi samningsaðila, sem skipaður er fulltrúum frá kjarasviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, BSRB, BHM og ASÍ.

Í hverju samkomulagi er kveðið á um endurskoðun vinnutímafyrirkomulags í maí 2021. Markmiðið með því er að meta áhrif breytinganna og hvort vinnutímafyrirkomulag henti og falli vel að starfsumhverfi og markmiðum með styttingu vinnuvikunnar.
Niðurstaða

Lögð var fram afgreiðslutillaga á fundinum. Í henni segir að þar sem stytting vinnuvikunnar á skv. kjarasamningum að taki gildi 1. janúar 2021 og þar sem ekki lágu fyrir samkomulög frá öllum stofnunum bæjarins áður en útsend gögn fyrir bæjarstjórnarfundinn voru send bæjarfulltrúm, er lagt til að bæjarstjórn samþykki umrædd samkomulög á sérstökum aukafundi bæjarstjórnar um þetta mál.

Tillagan var samþykkt með sjö samhljóða atkvæðum.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...