Fannar leggur skóna á hilluna í sumar

9.Desember'20 | 15:54
fannar_ibv_cr

Fannar Þór Friðgeirsson

Fannar Þór Friðgeirsson, leikmaður ÍBV í handboltanum er á förum frá félaginu. Fannar sem framlengdi samning sinn við ÍBV í byrjun þessa árs ákvað ásamt konu sinni að taka við rekstri fjölskyldufyrirtækisins.

Hann er hins vegar ekki að fara til annars félags, heldur hyggst leggja skóna á hilluna í sumar og snúa sér að rekstri ásamt konu sinni. 

„Við ætlum að flytur norður á Akureyri, og taka þar við rekstri á Bakaríinu við brúna. Bakaríið hefur verið í eigu tengdafjölskyldu minnar og hefur verið í yfir 20 ár. Þannig að í grunninn er bara mínum handboltakafla að ljúka og við tekur nýr kafli hjá okkur.” 

Í starfskynningu hjá Vigtinni

Fannar er nú í starfskynningu í Vigtinni-bakhúsi. Hann segist koma til með að sakna Eyjanna. „Við kunnum mjög vel við okkur í Eyjum. En svona tækifæri býðst ekki á hverjum degi og því ákváðum við að slá til nú.”

Hann segist þó ekki ætla að slíta sambandi við Eyjarnar. „Hér höfum við eignast fullt af vinum sem við munum halda góðu sambandi við.”

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...