Tryggja þarf að slíkar aðstæður komi aldrei aftur upp

7.Desember'20 | 07:30
gaeslan_þyrla_eyjar_fb

Þyrla Landhelgisgæslunnar á Vestmannaeyjaflugvelli. Ljósmynd/Landhelgisgæslan.

Bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsir yfir miklum vonbrigðum með þá óásættanlegu stöðu sem skapaðist í síðustu viku þegar björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar voru ekki til taks frá fimmtudegi til sunnudags vegna viðhalds og verkfalls flugvirkja. 

Þetta segir í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar sem samþykkt var á fimmtudaginn síðastliðinn. Jafnframt segir að Vestmannaeyjar séu eyjasamfélag sem reiða sig, við erfiðar veðurfarslegar aðstæður, á þjónustu björgunarþyrlna og þegar aðstæður skapast að hefðbundnu sjúkraflugi verður ekki viðkomið er nauðsyn slíkrar þjónustu jafnvel lífsspursmál.

Að sama skapi er stór hluti vinnuafls í Vestmannaeyjum sjómenn sem vinna við erfiðar aðstæður og er þjónusta björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar þeirri stétt afar mikilvæg. Í desember á síðasta ári var samþykkt tilraunaverkefni heilbrigðisráðherra um sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurlandi og er mikilvægt að það verkefni komist í farveg sem fyrst og fjármagn vegna þess verði tryggt. Sérhæfð bráðaþjónusta hefur verið skert verulega á landsbyggðinni, þ.á.m. í Vestmannaeyjum á síðustu áratugum sem eykur þörf fyrir örugga sjúkraflutninga í öllum veðrum.

Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska eftir upplýsingum frá heilbrigðisráðherra um stöðu sjúkraþyrluverkefnisins og koma áhyggjum bæjarstjórnar og óánægju vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í síðustu viku á framfæri. Tryggja þarf að slíkar aðstæður komi aldrei aftur upp.
 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...