Viðræður samþykktar um framtíðarstaðsetningu minnisvarða

5.Desember'20 | 11:12
minnisvardi_thor_grafa

Minnisvarðinn hefur staðið í 41 ár á flötinni í botni Friðarhafnar. Ljósmynd/TMS

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag að fela formanni umhverfis- og skipulagsráðs og skipulagsfulltrúa að ræða við formann Björgunarfélagsins varðandi erindi þeirra um minnismerkið um varðskipið Þór sem stendur í botni Friðarhafnar.

Áður hafði umhverfis- og skipulagsráð tekið erindi stjórnar Björgunarfélags Vestmannaeyja fyrir þar sem lagt var til að minnisvarðanum yrði komið fyrir á Vigtartorginu. 

Umhverfis- og skipulagsráð synjaði hins vegar beiðni Björgunarfélagsins með þeirri bókun að sú það samræmist ekki hönnun á svæðinu. Þá sagði að minnismerkið yrði fært innan svæðisins í botni Friðarhafnar samkvæmt gildandi skipulagi, sem samþykkt var 2013.

Sjá einnig: Ekki fyrirhugað að flytja minnismerkið á Vigtartorg

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...