Ásmundur Friðriksson skrifar:

Nú hljóp ég á mig

4.Desember'20 | 19:20
IMG_6434

Ásmundur Friðriksson

Ég vil biðja stjórn Herjólfs, stjórnarformann hennar Arnar Pétursson, bæjarstjórann í Vestmannaeyjum og bæjarstjórnina og Eyjamenn alla afsökunar á rangfærslum mínum og röngum tölum sem birtust viðtali mínu við Eyjar.net og í ræðu sem ég flutti um Herjólf í Alþingi sl. miðvikudag sem voru einnig í grein minn á Eyjar.net. 

Ég hef nú þegar sett mig í samband við Arnar Pétursson, stjórnarformann Herjólfs, og beðið hann afsökunar í fínu samtali sem við áttum saman í síma. Keppnisskapið í Arnari þekki ég frá því við unnum saman í handboltanum þegar hann steig sín fyrstu skref á frábærum handboltaferli og ég hef alltaf haft miklar mætur á Arnari. Þetta samstuð okkar mun skila því að ég mun skjóta í rétt horn næst.

Það er ekki boðlegt af mér að fara með rangar tölur í viðtali og ræðu, það er ekki við neinn annan að sakast annan en mig sjálfan. Minnisglöpum mínum skil ég ekkert í en ég legg mikið upp úr því að hafa sannleikann að leiðarljósi í öllum mínum verkum. Því finnst mér það afskaplega leitt að hafa farið með rangt mál.

Það er mikilvægt að þingmenn og heimamenn vinni saman að þeim úrlausnarmálum er varða rekstur Herjólf og önnur mál sem varað aðkomu ríkisins að málefnum Vestmannaeyinga. Til þess að það takist er nauðsynlegt að staðreyndir málsins líti dagsins ljós og að málsaðilar vandi sig í verki og tali. Ég mun leggja mig allan fram um það.

Ég er bullandi svekktur yfir þessu. Mér líður eins og að hafa brennt af í hraðaupphlaupi í leik á móti Týr í gamla daga (það kom ekki oft fyrir). En læri vonandi á mistökunum og set þau í reynslubankann.

 

Með vinsemd

Ásmundur Friðriksson alþingismaður.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...