Aukafjárveiting til betrumbóta á aðstöðu kylfinga

2.Desember'20 | 20:00
golfari

Kylfingar fá bætta aðstöðu samþykki bæjarstjórn tillögu bæjarráðs. Ljósmynd/TMS

Fyrir bæjarráði lá erindi Golfklúbbs Vestmannaeyja þar sem óskað er eftir viðbótarfjárveitingu frá Vestmannaeyjabæ að upphæð 10 milljónum kr. fyrir árið 2021, til þess að ráðast í lagfæringar á aðstöðu kylfinga. 

Aðstaðan sem nefnd er eru búningsklefar, salerni og bætt aðstaða fyrir tæki og í ljósi þess að klúbburinn heldur Íslandsmótið í höggleik 2022.

Til viðbótar þeim rúmum 27 milljónum sem óskað hefur verið eftir í áætlun

Beiðni þessi um aukafjárveitingu til golfklúbbsins er til viðbótar þeim rúmum 27 milljónum sem óskað hefur verið eftir í fjárhagsáætlun Vestmannaeyjabæjar til GV á næsta ári.

Í afgreiðslu bæjarráðs segir að ráðið hafi fjallað um erindi GV með hliðsjón af undirbúningi fjárhagsáætlunar Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2021. Bæjarráð telur ekki hægt að koma að fullu til móts við umrædda beiðni golfklúbbsins, en leggur til að bæjarstjórn veiti aukafjárstyrk í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 að upphæð 5 milljónum til þessara framkvæmda að því gefnu að ráðist verði í þær.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.