Skólahald með óbreyttum hætti til og með 8. desember

1.Desember'20 | 17:32
barnask_gervigr

Barnaskóli Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja gildandi reglugerðir um takmarkanir á samkomum og skólastarfi óbreyttar til 9. desember næstkomandi. 

Þetta þýðir að skólahald verður með óbreyttum hætti til og með 8. desember, segir í pistli skólastjóra GRV sem birtur er á vef Grunnskóla Vestmannaeyja. Þar sgir jafnframt að vonast sé til að tilslakanir komi til eftir það og hægt verði að klára þessa önn með eðlilegri hætti. 

„Við höldum áfram að vinna eftir þeim reglum sem í gildi eru og viljum gera það vel og komast hjá því að þurfa að senda nemendur og starfsfólk í sóttkví eða einangrun yfir jólahátíðina. Þess vegna reynum við að takmarka blöndun nemenda í bekkjum/árgöngum.

  • Grímuskylda kennara vegna nálægðar við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
  • Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
  • Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, blöndun nemenda er leyfileg í íþróttatímum. 
  • Nemendur í 1.-7. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
  • Ekki skulu vera fleiri en 50 nemendur í 1.-4. bekk í hverju rými og ekki fleiri en 25 í hverju rými í 5. -10. bekk. 
  • Þar sem ekki næst að halda 2 m. nálægðartakmörkunum í skólanum, þurfa nemendur í 8. -10. bekk að vera með grímur í skólanum. 
  • Í sameiginlegum rýmum skóla, svo sem við innganga, í anddyri, á salerni og göngum, er heimilt að víkja frá fjöldatakmörkun og reglu um blöndun hópa að því gefnu að nemendur í 8.-10. bekk og starfsfólk notist við andlitsgrímu.
  • Foreldrar og aðstandendur skulu almennt ekki koma inn í skólabyggingar nema brýna nauðsyn beri til, þá beri þeir andlitsgrímur.
  • Aðrir en starfsmenn sem koma inn í grunnskóla, svo sem kennarar tónlistarskóla, starfsfólk skólaþjónustu og vegna vöruflutninga, skulu bera andlitsgrímur.

Þar sem ekki má blanda hópum eða hafa fleiri en 25 nemendur í sama rými á miðstigi sjáum við okkur ekki fært að bjóða upp á hádegismat á miðstigi. Nemendur þurfa því að mæta áfram með tvöfalt nesti. Annars fer skólahald á yngsta - og miðstigi eftir gildandi stundatöflu og er með nokkuð eðlilegum hætti. 

Skólahald á unglingastigi verður áfram með sama hætti, styttri kennslustundir með góðum pásum á milli þar sem nemendur geta hvílt sig á grímunotkun. Allir valáfangar falla niður,” segir í grein Önnu Rósar Hallgrímsdóttur, skólastjóra GRV. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).