Ný siglingaáætlun Herjólfs tekur gildi

30.Nóvember'20 | 20:05
fanar_herj

Ljósmynd/TMS

Þann 1.desember siglir Herjólfur eftir nýrri siglingaáætlun. Fyrstu þrjár ferðir dagsins haldast óbreyttar og síðari þrjár ferðirnar færast fram um klukkutíma.

Vakin er athygli á því að skrifstofa Herjólfs í Vestmannaeyjum er opin frá 06:30-22:00 daglega á meðan skrifstofan í Landeyjahöfn er opin frá 09:00-21:00.

Afgreiðslan í Landeyjahöfn er því mannlaus í ferðum kl. 08:15 og kl. 22:00. Farþegar eru hvattir til þess að vera búnir að ganga frá kaupum á miðum á heimasíðu Herjólfs eða í gegnum síma 4812800, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Vetraráætlun

Gildir til 31. maí

Vestmannaeyjar brottför: Landeyjahöfn brottför:
07:00 - Alla daga* 08:15 - Alla daga
09:30 - Alla daga 10:45 - Alla daga*
12:00 - Alla daga 13:15 - Alla daga
16:00 - Alla daga* 17:15 - Alla daga
18:30 - Alla daga 19:45 - Alla daga*
21:00 - Alla daga 22:15 - Alla daga

 

  • Ef Herjólfur siglir til Þorlákshafnar er áætlunin eftirfarandi í vetraráætlun:

Brottför frá Vestmannaeyjum kl 07:00 og 16:00
Brottför frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl 10:45 og 19:45

Tags

Herjólfur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.