Ráðherra fékk rafræna kynningu frá GRV

- Menntamálaráðherra fékk rafræna kynningu frá GRV á atriðum í tengslum við dag íslenskrar tungu

26.Nóvember'20 | 09:20
kynning_grv_radh_skjask

Skjáskot/úr myndbandi GRV.

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra ætlaði að sækja Eyjarnar heim á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember sl. en sökum takmarkana vegna COVID-19 varð því miður ekki úr þeirri heimsókn. 

Til stóð að hún færi m.a. í heimsókn í skólana sem voru búnir að undirbúa móttöku og veglega dagskrá. Nemendur og kennarar í GRV dóu þó ekki ráðalausir og sendu ráðherra þessa rafrænu kynningu á atriðunum sem voru á dagskrá. Virkilega skemmtileg og flott atriði og ánægjulegt að geta deilt þeim með ráðherra og öðrum áhugasömum, segir í frétt á vef Vestmannaeyjabæjar. 

Hér má sjá kynninguna

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.