Niðurstöður samræmdra prófa kynntar fræðsluráði
26.Nóvember'20 | 10:30Skólastjóri GRV kynnti á fundi fræðsluráðs niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk sem lögð voru fyrir í september síðastliðinn.
4. bekkur er með 29,2 í skólaeinkunn í íslensku og 28,9 í stærðfræði. Landsmeðaltalið er 30 og árangurinn því undir því í báðum greinum.
7. bekkur var yfir landsmeðaltali í íslensku með 31,3 en undir í stærðfræði með 28,7. Þegar núverandi 7. bekkur þreytti samræmd próf í 4. bekk var hann með 30,7 í skólaeinkunn í íslensku og hækkar því örlítið milli prófa en með 33,8 í stærðfræði og lækkar því töluvert.
Ráðið leggur áherslu á að greina niðurstöður og vinna að aðgerðaáætlun til að efla þá þætti sem komu ekki nógu vel út. Ráðið óskar eftir að fá kynningu á þessari aðgerðaáætlun og eftirfylgni skólans með vorinu. Það er hagur okkar allra að vinna saman að þessu verkefni, segir í fundargerð fræðsluráðs.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.