Útlit fyrir frátafir á siglingum til Landeyjahafnar næstu daga

25.Nóvember'20 | 10:15
20201123_135356-001

Herjólfur. Ljósmynd/TMS

Farþegum Herjólfs er góðfúslega bent á að bæði veðurspá og ölduhæð fyrir næstu daga er ekki hagstæð þegar kemur að siglingum til Landeyjahafnar. 

Farþegar eru því beðnir um að fylgjast vel með miðlum Herjólfs. Þeir farþegar sem eiga bókað fá einnig tilkynningu í tölvupósti og sms ef breyting verður á siglingaáætlun. Tilkynning verður gefin út í síðasta lagi fyrir kl: 06:00 í fyrramálið.

Þá er farþegum bent á að þegar þetta tímabil gengur í garð þá er alltaf hætta á færslum milli hafna og því ekki æskilegt að skilja bifreiðar eftir í annarri hvorri höfninni, Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn.

Farþega eru beðnir um að virða grímuskylduna um borð í ferjunni sem og að huga vel að sóttvörnum. Þeir farþegar sem ætla sér að notast við gistirými ferjunnar þurfa að koma með sinn eigin búna, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf.

Ölduspáin.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is  

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.