Ekki fyrirhugað að flytja minnismerkið á Vigtartorg
24.Nóvember'20 | 13:51Á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í gær var tekið fyrir erindi frá stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja um staðsetningu minnismerkis Þórs.
Í bréfinu segir að stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja sé ósátt við þann stað sem ákveðin hefur verið fyrir minnismerki Þórs, í skugga tveggja stórra húsa.
„Staðsetning þess þar sem það er í dag var valin með það í huga að sjómenn sæju merkið þegar þeir sigla inn innsiglinguna en með því að færa það sunnar verður það alltaf í hvarfi og nýtur sýn seint og illa. Okkar tillaga er að bærinn færi merkið á Vigtartorgið. Fyrir aftan áætlað svið. En til vara að setja það við hlið Sjóbúðarinnar.” segir í niðurlagi bréfsins.
Umhverfis- og skipulagsráð segir í sinni niðurstöðu að ekki sé fyrirhugað að flytja minnismerkið á Vigtartorg, enda samræmist það ekki hönnun á svæðinu. Minnismerkið verður fært innan svæðisins samkvæmt gildandi skipulagi, sem samþykkt var 2013.
Þessu tengt: Vigtartorgið endurhannað

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.