Vestmannaeyjabær:

Leggja áherslu á að finna fjármagn til að ljúka við Fiskiðjuframkvæmd

20.Nóvember'20 | 07:30
fiskidjuhus_0520

Um er að ræða framkvæmdir á þriðju hæð Fiskijðuhússins. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs nú í vikunni fóru bæjarstjóri og framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs yfir stöðuna á undirbúningi nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi í Fiskiðjunni. 

Haldnir hafa verið fundir með atvinnu- og nýsköpunarráðherra um vinnu og hugmyndir sveitarfélagsins. Jafnframt hafa verið haldnir fundir með vinnuhópi menntamálaráðuneytisins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um útfærslu starfrænna smiðja. Mikilvægt er að halda þessari vinnu áfram og leggja áherslu á að finna fjármagn til þess að hanna og ljúka við starfsaðstöðu nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi sem allra fyrst.

Mikilvægt er að nýta þann áhuga sem ríkir í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og það forskot sem Vestmannaeyjabær hefur með þeirri stefnumótunarvinnu og aðgerðaáætlun sem unnin hefur verið á undanförnum mánuðum. Hér er um að ræða óþrjótandi tækifæri sem spennandi er að þróa áfram. Er Vestmannaeyjabær í kjörstöðu til að greiða götu slíkra verkefna í húsnæði sem hefur nálægð og góða tengingu .

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð leggi áherslu á að til komi fjármagn í fjárhagsáætlun 2021 til þess að hefja vinnu við aðstöðu fyrir nýsköpunar- og frumkvöðlastarf í samstarfi við ÞSV. Komi til fjármagn úr markáætlun Rannís er mikilvægt að hægt sé að bjóða upp á aðstöðu. Framkvæmdunum verði þannig skipt upp í verkþætti eftir þörf hverju sinni. Mikilvægt er að hefja undirbúning vinnunnar svo við missum ekki niður það frumkvæði sem er til staðar.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).