5% minni afli í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra

17.Nóvember'20 | 07:20
hloddi_landar

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Afli íslenskra fiskiskipa var 86.774 tonn í október 2020 sem er 5% minni afli en í október 2019. 

Botnfiskafli var tæp 40 þúsund tonn sem er 3% aukning samanborið við október 2019. Af botnfisktegunum nam þorskaflinn tæpum 24 þúsund tonnum sem er svipaður afli og á fyrra ári en tæpum 6 þúsund tonnum var landað af ýsu sem er 33% aukning miðað við október 2019, sgir í frétt á vef Hag­stofu Íslands.

Uppsjávarafli var rúm 44 þúsund tonn sem er 12% minni afli en í október 2019. Af uppsjávartegundum nam síldarafli 36 þúsund tonnum og kolmunnafli var 8,5 þúsund tonn. Skel- og krabbadýraafli dróst saman á milli ára og var 521 tonn samanborið við 1.072 tonn í október 2019.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili, frá nóvember 2019 til október 2020, var tæplega 1.016 þúsund tonn sem er 5% minni afli en á sama tímabili ári fyrr.

Aflaverðmæti í október, metið á föstu verðlagi, var 5,2% minna en í október 2019.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...