SÍmalaus sunnudagur

13.Nóvember'20 | 11:11
simalaus

Mynd/simalaus.is

Barnaheill hvetja landsmenn til að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir kl. 9-21, næstkomandi sunnudag. 

Yfirskrift átaksins er: „Upplifum ævintýrin saman“. Markmiðið er að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.
 
Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem hafa umbylt því hvernig við eigum í samskiptum, nálgumst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum tilvikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðug en einnig hefur verið bent á skuggahliðar hennar.
 
Óhófleg notkun á snjalltækjum getur meðal annars haft áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar - samskiptin og nándin minnka því það er eitthvað annað sem stelur athyglinni.
 
Með uppátækinu viljum við vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar, segir í frétt á vef Barnaheilla.
 
Hægt er að skrá sig til leiks á www.simalaus.is og taka áskorun Barnaheilla. Allir þátttakendur eiga möguleika á að vinna fjölbreytta og fjölskylduvæna útdráttarvinninga og fá auk þess nokkur góð ráð send laugardaginn 14. nóvember.
 

Meðal vinninga eru:

  • Helgargisting í bústað í vetur hjá Minniborgum
  • Gjafabréf í Klifurhúsið fyrir fjölskylduna
  • Keila, pizza og shake fyrir fjögurra manna fjölskyldu hjá Keiluhöllinni
  • Gjafabréf fyrir 9 holu hring fyrir fjögurra manna fjölskyldu hjá Minigarðinum
  • Fjölskylduspilið Út fyrir kassann frá Munum
  • Föndursett frá A4
  • Fjölskyldumáltíðir frá KFC, Dominos og Grill 66

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.