Aðgengismál fatlaðra: Áfram unnið að úrbótum

11.Nóvember'20 | 15:30
kirkjuvegurinn

Unnið hefur verið í að laga aðgengi fyrir fatlaða við götur og gatnamót. Ljósmynd/TMS

Í sumar hófst átak í aðgengismálum hjá Vestmannaeyjabæ. Unnið hefur verið í að laga aðgengi m.a. á gatnamótum Höfðavegar/Illugagötu, Kirkjuveg við Vallargötu og Boðaslóð. 

Fjallað var um stöðu málsins á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni. Í fundargerð segir að átakinu sé ekki lokið og verður haldið áfram að laga aðgengi í bænum.

Mikilvægt er að nýta tímann vel á meðan átakinu stendur og óskar ráðið því eftir tímaramma frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs. 

Ráðið vill beina þessu máli til samráðshóps um málefni fatlaðs fólks, þar sem gott væri að fá ábendingar um það sem betur mætti fara í aðgengi hjá bænum.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...