Gul veðurviðvörun í gildi - Suðvestan stormur
4.Nóvember'20 | 23:50Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðurland. Viðvörunin tekur í gildi kl. 14:00 á morgun, fimmtudag og verður í gildi til klukkan 22.00.
Gert er ráð fyrir suðvestan 18-23 m/s, varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Fólki er bent á að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón.
Einnig er búið að gefa út gular viðvaranir vegna veðurs á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og á Miðhálendi.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag:
Suðvestan 10-18 m/s og él, en léttskýjað á NA- og A-landi. Hiti 0 til 5 stig. Lægir heldur síðdegis.
Á laugardag:
Suðvestan 8-13 og rigning eða slydda, en þurrt NA- og A-lands. Hiti 1 til 7 stig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...