Vestmannaeyjabær:

Taka tilboði KPMG um endurskoðun

3.Nóvember'20 | 10:30
tolur_kpmg

Ljósmynd/KPMG

Vestmannaeyjabær auglýsti á dögunum eftir verðtilboði í endurskoðun og uppgjör bæjarins til þriggja ára, 2020 til og með 2022. 

Samkvæmt innkaupareglum Vestmannaeyjabæjar ber að auglýsa eftir verðtilboðum í þjónustu frá þremur aðilum, að jafnaði, þegar áætlaður heildarkostnaður er á bilinu 1 og 15 m.kr. Alls bárust þrjú tilboð í þjónustuna. Þau voru frá Deilotte, KPMG og PWC. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs og fjármálastjóri bæjarins mátu umsóknirnar og upplýstu bæjarráð um mat sitt á fundi ráðsins í gær.

Fram kemur í fundargerð að bæjarráð hafi ákveðið að taka tilboði KPMG um endurskoðun og uppgjör Vestmannaeyjabæjar fyrir árin 2020 til og með 2022. Að teknu tilliti til verðtilboðs, reynslu fyrirtækisins ef endurskoðun sveitarfélaga og Vestmannaeyjabæjar sérstaklega, faglegrar almennrar endurskoðunar og stjórnsýsluskoðunar, er það mat bæjarráðs að tilboð KPMG sé það hagkvæmasta fyrir Vestmannaeyjabæ að þessu sinni.

 

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...