Dómkvaddir matsmenn meta tjón vegna úthlutunar makrílkvóta

3.Nóvember'20 | 07:08
sigurgeir_br

Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son

Mats­menn hafa verið dóm­kvadd­ir til að leggja mat á fjár­hags­legt tjón Vinnslu­stöðvar­inn­ar og Hug­ins í Vest­manna­eyj­um vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta.

Haft er eftir Sig­ur­geir Brynj­ari Krist­geirs­syni, fram­kvæmda­stjóra Vinnslu­stöðvar­inn­ar, á fréttavefnum mbl.is að tjón fyr­ir­tækj­anna hafi verið metið af þeirra hálfu og skaðabótakrafa byggð á því mati. Dóm­kvadd­ir mats­menn fari nú yfir málið og það ferli geti tekið ein­hvern tíma.

Hæstirétt­ur felldi tvo dóma í des­em­ber 2018 um að ekki hefði verið byggt á aflareynslu við út­gáfu kvóta á grund­velli reglu­gerða 2011 til 2014 eins og skylt hefði verið og sama fyr­ir­komu­lag hefði verið viðhaft fram til 2018. Ríkið væri skaðabóta­skylt í mál­inu þar sem rang­lega hefði verið staðið að út­hlut­un mak­ríl­kvót­ans og minna komið í hlut fyr­ir­tækj­anna en þeim hefði borið sam­kvæmt lög­um, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

 

Mbl.is greindi frá.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...