Uppbyggingarsjóður Suðurlands úthlutar 40 milljónum

2.Nóvember'20 | 17:35
eldi_skjask

Sjálfbært fiskeldi í Eyjum fékk hæsta styrkinn af Eyjaverkefnunum. Skjáskot/EFLA.

Stjórn Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga hefur fjallað um tillögur fagráðs atvinnu og nýsköpunar annars vegar og fagráðs menningar hins vegar, um úthlutun verkefnastyrkja úr Uppbyggingarsjóði Suðurlands. 

Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins á árinu 2020. Umsóknir voru samtals 165, í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna bárust 72 umsóknir og 93 umsóknir í flokki menningarverkefna.

Að þessu sinni var 40 m.kr. úthlutað, 20 m.kr. í hvorn flokk, til samtals 85 verkefna. Samþykkt var að veita 31 verkefnum styrk í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna og 54 verkefni í flokki menningarverkefna.

Hæsta styrkinn í flokki atvinnu og nýsköpunar hlaut að þessu sinni Roberto Tariello 1,5 m.kr. í vekefnið „Loftþurrkað rauðvínslambalæri á suður-evrópska vísu“.  Í flokki menningarverkefna hlaut Biðukolla ehf., hæsta styrkinn fyrir verkefnið „Skjálftinn“ að upphæð kr. 1,5 m.kr.

Þó nokkur verkefni í Vestmannaeyjum hlutu styrk í þessari úthlutun. Má þar nefna í flokki atvinnu- og nýsköpunarverkefna: Viðskiptaáætlun fyrir fjármögnun 5300 tonna fiskeldisstöðvar. Sjálfbært fiskeldi í Eyjum ehf. upphæð: 1.250.000 kr. Vatnsrofin fiskiprótín úr hliðarafurðum fiskvinnslu Langa ehf. upphæð: 800.000 kr. Cod wings þorskvængir - Gísli Matthías Auðunsson, upphæð: 500.000 kr. Markaðsefni fyrir sprettur Aldingróður ehf.  upphæð: 300.000 kr.

Í flokki menningarverkefna hlutu m.a styrk „Ó flýt þér nær þegar vorharpan slær“ – Eyjalög að sumri Guðný Charlotta Harðardóttir, upphæð: 300.000 kr. Jónas Friðrik – tónleikar Vestmannaeyjabær, upphæð 250.000 kr. Mósaík Vinnustofur, Helga Jónsdóttir, upphæð 200.000 kr. 1000 andlit Heimaeyjar, Bjarni Sigurðsson, upphæð: 150.000 kr. Mannlíf og byggð í glerplötusafni Kjartans Guðmundssonar. Vestmannaeyjabær, upphæð: 100.000 kr

Lista yfir verkefni sem hlutu styrki má sjá hér.

Tags

SASS

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.