Landsréttur sneri við þriggja ára nauðgunardómi

2.Nóvember'20 | 17:00
Dómhamar

Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Suðurlands í málinu.

Landsréttur sýknaði í síðustu viku karlmann af ákæru um kynferðisbrot gegn konu frá 1.ágúst 2016, á Fjósakletti í Herjólfsdal. Landsréttur sneri dómi Héraðsdóms Suðurlands sem hafði dæmt ákærða í þriggja ára fangelsi.

Ákæruvaldið krafðist þess að refsing ákærða yrði þyngd en ákærði krafðist aðallega sýknu af kröfum ákæruvaldsins og að einkaréttarkröfu brotaþola verði vísað frá dómi en til vara að refsing verði milduð og að fjárhæð einkaréttarkröfu verði lækkuð.

Brotaþoli krafðist staðfestingar hins áfrýjaða dóms að því er varðar einkaréttarkröfu sína.

Maðurinn var ákærður fyrir brot með því að hafa haft samræði og önnur kynferðismök við konuna án hennar samþykkis og vilja, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, eftir að samræði hefði hafist með samþykki beggja aðila. 

Í dómi Landsréttar kom fram að við mat á því hvort saknæmisskilyrði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga væri fullnægt yrði ákærði að njóta þess vafa sem væri í málinu um þá huglægu afstöðu sem bjó að baki verknaði hans. Með hliðsjón af staðföstum framburði ákærða um að brotaþoli hefði ekki gefið honum tilefni til að ætla að hún væri ekki samþykk athöfnum hans, og samskiptum ákærða og brotaþola í aðdraganda þess brots sem hann væri sakaður um, hefði hann haft réttmæta ástæðu til að ætla að brotaþoli væri samþykk samförum við hann umrætt sinn.

Var því ekki talið sannað svo að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að ákærði hefði haft ásetning til þess að eiga samræði og önnur kynferðismök við A með ofbeldi og ólögmætri nauðung eins og honum var gefið að sök í ákæru. Var ákærði því sýknaður.

Í ákæru var ákærða gefin að sök nauðgun með því að hafa aðfaranótt mánudagsins 1. ágúst 2016, á Fjósakletti í Herjólfsdal í Vestmannaeyjum, eftir að hann og brotaþoli hófu samfarir með vilja þeirra beggja, haft samræði við hana „og önnur kynferðismök með því að setja getnaðarlim sinn inn í endaþarm hennar, án hennar samþykkis, og með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, meðal annars með því að taka hana kverkataki, toga í hár hennar, kasta henni til og frá, slá hana í andlit og í þjóhnappa, og stuttu síðar á grasbala þar skammt frá, án samþykkis [hennar], haft aftur við hana samræði, með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung, meðal annars með því að taka hana kverkataki“, allt með þeim afleiðingum sem í ákærunni greinir.

Þegar þau atvik urðu sem lýst er í ákæru var þjóðhátíð í Vestmannaeyjum að ljúka. Höfðu ákærði og brotaþoli tekið þátt í hátíðinni og átt nokkur samskipti meðan á henni stóð. M.a rætt saman um óhefðbundið kynlíf og hafi hún sent ákærða skilboð þess efnis að hún væri samþykk slíku kynlífi, sem lauk á þann veg sem í ákæru greinir. 

Í dómsorði segir að ákærði sé sýkn af kröfum ákæruvaldsins, Einkaréttarkröfu A er vísað frá héraðsdómi. Sakarkostnaður eins og hann var ákveðinn í héraði greiðist úr ríkissjóði.

Áfrýjunarkostnaður málsins greiðist úr ríkissjóði, þar með talin málsvarnarlaun verjanda ákærða, Erlends Þórs Gunnarssonar lögmanns, 1.376.400 krónur, og þóknun réttargæslumanns brotaþola, Lúðvíks Bergvinssonar lögmanns, 458.800 krónur.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).