Breyttar reglur: Börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu
2.Nóvember'20 | 14:07Heilbrigðisráðherra hefur staðfest breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar sem felur í sér að börn fædd 2011 eða síðar þurfa ekki að bera grímu.
Breytingin er gerð í samráði við sóttvarnalækni. Með reglugerðarbreytingunni er jafnframt kveðið á um að spilakassar eigi að vera lokaðir líkt og spilasalir og er það í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra frá 29. október. Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðs Íslands.
- Reglugerðin verður birt í Stjórnartíðindum í dag og tekur þegar gildi.
- Sjá einnig tilkynningu um takmörkun á skólahaldi
Tags
COVID-19
Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.