Fréttatilkynning:

Skólahald á morgun, mánudag

1.Nóvember'20 | 17:10
skolalod_barnask

Skipulagsdagur verður í Grunnskóla Vestmannaeyja og því fellur hefðbundin kennsla niður. Ljósmynd/TMS

Stjórnvöld hafa tilkynnt um hertari reglur og takmarkanir til að sporna við útbreiðslu COVID-19 og ná þær til leik- og grunnskólastarfs. Reglugerð um skólastarf er væntanleg í kvöld.

Til að  veita starfsfólki skólanna svigrúm til að skipuleggja skólastarf í samræmi við þá reglugerð sem væntanleg er verður skólahald með eftirfarandi hætti mánudaginn 2. nóvember:

  • Leikskólar taka á móti nemendum kl. 10 að loknum starfsmannafundi.
  • Skipulagsdagur verður í Grunnskóla Vestmannaeyja og því fellur hefðbundin kennsla niður.
  • Heilsdagsvistun verður í boði í frístundaveri.
  • Kennsla verður í tónlistarskóla, nánari upplýsingar koma frá skólastjóra.

Nánari upplýsingar um verða birtar á vef Vestmannaeyjabæjar á morgun, mánudag, segir í tilkynningu frá Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.