Nýi Herjólfur heldur heim á leið í dag

29.Október'20 | 11:03
IMG_1705

Reiknað er með að Herjólfur IV fari aftur í áætlun á laugardaginn. Ljósmynd/TMS

„Við stefnum á að leggja í hann frá Hafnarfirði um og upp úr hádeginu í dag og vera í Eyjum um miðnættið. Það er verið að skipta út einu loftneti sem verður lokið um hádegið en að því búnu er ekkert til fyrirstöðu að halda heim.”

Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. „Við þurfum svo á föstudaginn að tæma ferjuna eftir að Herjólfur III siglir áætlunina en með okkur kemur eitthvað af búnaði sem verður tekin úr ferjunni og geymdur í Eyjum.”

Aftur í áætlun um miðjan dag á laugardag

Guðbjartur segir að föstudagurinn verði svo nýttur m.a. til prófunar og straummælinga á rahfleðslukerfum og rafköpplum. „Við gerum ráð fyrir að öllu verði lokið á laugardag og Herjólfur IV geti tekið við um miðjan dag á laugardaginn.”

Hann segir að því sé ekki að neyta að það verði gott og ánægjulegt að fá þann nýja til baka og koma honum að nýju í rekstur.

 

Tags

Herjólfur

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.