Uppfært: Enginn í einangrun í Eyjum og einn í sóttkví

29.Október'20 | 14:21
hsu_sjúkrab

Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Ljósmynd/TMS

Enginn er í einangrun í Vestmannaeyjum í dag vegna Covid-19 en einn er í sóttkví. Þetta segir Tryggvi Kr. Ólafsson, lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum í samtali við Eyjar.net.

Eyjar.net greindi fyrr í dag frá tölum HSU sem sögðu að í Eyjum væri einn í einangrun og tveir í sóttkví. Þetta segir Tryggvi að sé ekki rétt. ,,Þetta er rangt skráð í grunninn hjá HSU, farið er eftir þeim sem skráðir eru á heilsugæslu hvers bæjarfélags en búa jafnvel ekki í bæjarfélaginu. Þannig er það í þessu tilviki.”

Í tölum dagsins á vef Heilbrigðisstofnunar Suðurlands segir að alls séu 67 í einangrun á Suðurlandi. Hér að neðan má sjá hvernig þeir skiptast niður á sveitarfélögin í landsfjórðungnum.

Fjöldatölur á Suðurlandi 

Dags.

 

29. okt.

 

 

 

Póstnúmer

 

Sóttkví

 

Einangrun

 

780

 

3

 

1

Höfn

781

 

4

 

 

Höfn – dreifbýli

785

 

1

 

 

Öræfi

800

 

49

 

20

Selfoss

801

 

 

 

 

Selfoss

803

 

 

 

1

Flóinn (Tilh. Selfoss)

804

 

1

 

1

Skeiða og Gnúpverjahreppur

805

 

1

 

1

Grímsnes

806

 

 

 

1

Bláskógarbyggð

810

 

5

 

10

Hveragerði

815

 

20

 

3

Þorlákshöfn

816

 

1

 

1

Ölfus

820

 

8

 

11

Eyrarbakki

825

 

1

 

1

Stokkseyri

840

 

1

 

 

Laugarvatn

845

 

 

 

2

Flúðir

846

 

 

 

2

Flúðir -dreifbýli (Hrunamannahreppur)

850

 

2

 

1

Hella

851

 

3

 

1

Hella – dreifbýli

860

 

1

 

4

Hvolsvöllur

861

 

1

 

1

Hvolsvöllur – dreifbýli

870

 

 

 

1

Vík

871

 

 

 

 

Vík – dreifbýli

880

 

1

 

 

Kirkjubæjarklaustur

881

 

 

 

3

Kirkjubæjarklaustur – dreifbýli

900

 

2

 

1

Vestmanneyjar*

902

 

 

 

 

Vestmanneyjar

           

Samtals

 

105

 

67

 

*Ekki er um rétta skráningu að ræða í Eyjum. Þar er enginn í einangrun.

Á vef HSU segir að tölurnar hér að ofan telji einstaklinga sem lögheimili hafa í eftirtöldum póstnúmerum, hvort sem þeir taka út einangrun heima eða á öðrum dvalarstað.

Einnig eru hér einstaklingar sem ekki hafa lögheimili í þeim póstnúmerum þar sem þeir eru taldir með, en eru þar í einangrun/sóttkví, t.d. í sumarhúsi.

Vegna þessa getur verið misræmi á tölum á www.covid.is og hjá HSU.

„Við hvetjum ALLS EKKI til þess að fólk flytji sig á milli heilbrigðisumdæma í veikindum sínum og þess þá síður að fólk flytji sig lengra frá sérhæfðri aðstoð, eins og upp í sumarbústaðina sína.” segir inn á vef HSU.

 

Frétt uppfærð kl. 14.55

Tags

HSU COVID-19

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.