Meirihátttar breyting á allri aðstöðu bæði fyrir menn og tæki

- ný slökkvistöð að taka á sig mynd

22.Október'20 | 10:54
20201021_164655

Ljósmyndir/TMS

Bygging nýrrar slökkvistöðvar er nú í fullum gangi og er húsið farið að taka á sig mynd. Friðrik Páll Arnfinnsson, slökkviliðsstjóri segir í samtali við Eyjar.net að verkið sé á áætlun og gangi mjög vel. 

„Það er stefnt að því að verkinu verði að fullu lokið þ.e. nýrri slökkvistöð, uppbyggingu/breytingum í austurhluta Þjónustumiðstöðvar, útisvæði o.þ.h. í júní á næsta ári.” segir hann.

„Þetta verður meirihátttar breyting á allri aðstöðu bæði fyrir menn og tæki. Nýja stöðin er hönnuð og skipulögð með allar þarfir liðsins í huga til framtíðar, og samkvæmt þeim kröfum sem gerðar eru til  svona starfsemi en í dag er m.a. lögð mikil áhersla á góða aðstöðu til þrifa á göllum, búnaði og mönnum vegna þeirra hættulegu efna sem myndast í bruna og geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir slökkviliðsmenn.

Stærsti munurinn verður svo auðvitað plássið fyrir bíla og búnað en í dag komast ekki öll tæki liðsins fyrir núverandi húsnæði, og svo starfsmanna- og hreinlætisaðstaðan sem í dag er nánast engin.” segir Friðrik Páll.

Í nýrri stöðuskýrslu verksins segir að verkið sé sem fyrr á áætlun, miðar vel áfram og í dag er staðan þessi: 

  • Búið er að einangra sökkla á sl.stöð upp fyrir jarðveg, setja net, undirmúr og drendúk og fylla jarðveg að vestan megin
  • Allri uppsteypu á veggjum o.þ.h. lokið í sl.stöð. Aðeins á eftir að steypa á milli sperra í þaki og seinni gólfplötu(yfirlag).
  • Búið að steypa upp hálft stigahús, uppsláttur á seinni helming stendur yfir.
  • Vinna hafin við raf- og pípulagnir í stigahúsi
  • Jarðvegsvinnu v/lagna og garðveggja lokið framan við Þj.miðst
  • Vinna hafin við uppslátt á garðveggjum framan við Þj.miðst.
  • Allar festingar fyrir límtré komnar upp.
  • Allir límtrésbitar A/V komnir upp
  • Verið að vinna að uppsetningu límtrésbita N/S.
  • Efnisútvegun gengur vel þrátt fyrir heimsfaraldur, mikið af efni komið og annað efni komið í pöntun.

Verktaki stefnir að því að ljúka sem fyrst þeirri steypuvinnu sem eftir er áður en frost/snjór fer að hafa áhrif á verkið, auk þess sem hægt verður að fjarlægja töluvert mikið af byggingarefni(mótatimbri) af verkstað um leið og steypuvinnu lýkur. Um leið og stigahús er uppsteypt(væntanlega seinnipart þessarar viku eða í byrjun næstu) verður hægt að hefjast handa við að opna þak á Þj.miðst. og tengja saman við þak á sl.stöð og stigahúsi.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.