Enn seinkar nýja Herjólfi

22.Október'20 | 12:12
herjolf_slippur_ads

Gert er ráð fyrir að Herjólfur fari úr þurrkvínni á mánudaginn kemur. Ljósmynd/aðsend.

„Já, ætli það sé ekki farið að draga til tíðinda og við förum fljótlega að sjá Herjólf hinn nýja í Eyjum. Það er gert ráð fyrir að hann fari úr þurrkvínni á mánudaginn en þá eru eftir einhverjar prófanir og skoðanir.” 

Þetta segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. aðspurður um hvort ekki fari að sjá fyrir endann á viðhaldsferð ferjunnar. Hann segir að gert sé ráð fyrir að Herjólfur komi heim seinni part næstu viku.

„Ég geri ráð fyrir að fulltrúar frá m.a. ABB komi með ferjunni til að ljúka frágangi við tengikerfi milli hleðsluturna og skips ásamt því að fara yfir öll tilheyrandi stýrikerfi. Það hefur verið unnið nokkuð mikið í lagfæringum ásamt því að hreinsa út öll ábyrgðamál, mála, laga og bæta það sem talið hefur verið nauðsynlegt að gera. Jafnframt var ferjan botnmáluð.” segir hann og bætir við að það hafi verið gert ráð fyrir að Herjólfur yrði í um 3 vikur í slipp þannig að þetta er innan skekkjumarka ef svo má að orði komast.

„Aðstæður hafa verið krefjandi og erfiðar á þessum veirutíma þegar mikið af erlendum starfsmönnum framleiðenda þurfa að koma upp til landins. Skipulag hefur verið gott og vasklega gengið til verka. Það verður gott að geta sett hann undir að nýju.”

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.