Fótboltaæfingar yngri flokka hefjast á ný

21.Október'20 | 07:17
IBV_born

Æfingar hefjast hjá yngri flokkunum í dag. Ljósmynd/SGG

Fótboltaæfingar hefjast aftur í dag, miðvikudag eftir haustfrí. Jonathan Glenn verður áfram yfirþjálfari en tveir nýjir þjálfarar hafa bæst í hópinn. 

Þórhildur Ólafsdóttir þjálfaði síðast hjá okkur 2015 en auk þess var hún fyrirliði mfl. kvenna í fótbolta. Todor Hristov kemur til okkar frá Einherja á Vopnafirði þar sem hann þjálfaði yngri flokka ásamt því að spila með mfl. Einherja sl. 5 ár. Við bjóðum þau bæði velkomin til starfa hjá félaginu, segir í frétt á heimasíðu ÍBV-íþróttafélags.

Við erum stolt af þessum flotta þjálfarahóp og hlökkum til næsta tímabils, æfingatöfluna er hægt að sjá hér. Við viljum minna á að enn eru í gildi sóttvarnarreglur og biðjum við því foreldra um að koma ekki að óþörfu í Týsheimilið eða Herjólfshöllina.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.