Flugvirkjar hjá Gæslunni boða vinnustöðvun
- lögboðin löggæslu- og björgunarflugverkefni eru undanskilin
21.Október'20 | 08:42FVFÍ, Flugvirkjafélag Íslands hefur boðað vinnustöðvun félagsmanna sem starfa hjá Landhelgisgæslu Íslands og mun það hefjast 5. nóvember nk. kl. 23.59.
18 flugvirkjar voru á kjörskrá og 16 tóku þátt í atkvæðagreiðslu, segir í frétt á vef Ríkissáttasemjara. Þar kemur fram að 14 hafi sagt já eða 87,5%. 2 tóku ekki afstöðu eða 12,5%.
Verkfallið nær til allra verka sem flugvirkjar Landhelgisgæslu Íslands sinna á vegum Landhelgisgæslunnar, að undanskildum lögboðnum löggæslu- og björgunarflugverkefnum sem unnin eru á grundvelli laga nr 52/2006 um Landhelgisgæslu Íslands.
Áðurboðuðu verkfalli sem átti að hefjast 28. október var aflýst.
Tags
Landhelgisgæslan
Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.