Enginn í einangrun eða sóttkví í Eyjum

21.Október'20 | 16:18
cov_mask

Í gær tóku í gildi hertar aðgerðir á landsvísu þar sem m.a. tveggja metra reglan var tekin upp aftur og þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk skal nota andlitsgrímu, s.s. í verslunum.

Eins og staðan er í dag er enginn í einangrun eða sóttkví í Vestmannaeyjum. Okkur hefur gengið vel í þriðju bylgju faraldursins hér í Vestmannaeyjum en það er ekki sjálfgefið, segir í tilkynningu aðgerðarstjórnarinnar í Eyjum.

Velgengni okkar er fyrst og fremst ykkur bæjarbúum að þakka. Þið hafið svo sannarlega sýnt þá þrautseigju og samstöðu sem einkennir okkar samfélag og auðvitað ávallt gætt vel að smitvörnum. Þannig hefur okkur tekist að halda faraldrinum niðri.

Í gær tóku í gildi hertar aðgerðir á landsvísu þar sem m.a. tveggja metra reglan var tekin upp aftur og þar sem ekki er hægt að tryggja tveggja metra nálægðartakmörk skal nota andlitsgrímu, s.s. í verslunum.

Eins og segir hefur okkur gengið vel hingað til en það þýðir ekki að við getum túlkað þær reglur sem gilda á landsvísu þannig að okkur beri ekki að fara eftir þeim við ákveðnar aðstæður. Þvert á móti verðum við að túlka reglurnar á þann veg að almannahagsmunir gangi framar okkar eigin og fylgja settum reglum um smitvarnir í hvívetna. Matskennda reglu um grímunotkun verðum við að túlka með hliðsjón af almannahagsmunum og beinir aðgerðastjórn því þeim tilmælum til bæjarbúa að nota andlitsgrímur í verslunum. Allur er varinn góður, segir að endingu í tilkynningunni.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).