Ítreka mikilvægi þess að efla þjónustu HSU í Eyjum
17.Október'20 | 09:42Á fundi bæjarstjórnar í vikunni var umræða um heilbrigðismál. Í sameiginlegri bókun bæjarstjórnar segir að bæjarstjórn telji afar mikilvægt að efla þjónustu HSU í Vestmannaeyjum.
„Efla þarf m.a. fjarheilbrigðisþjónustu og fjölga komum sérfræðinga til Vestmannaeyja, til að bæjarbúar þurfi ekki að fara í ferðalög til að leita sér grunnheilbrigðisþjónustu. Stöðvun á áætlunarflugi milli lands og Eyja kemur sér afar illa fyrir stofnunina og mun að öllum líkindum koma til með að auka kostnað vegna sjúkraflutninga.” segir í bókuninni.
Sjá einnig: 86 sjúkraflug milli lands og Eyja fyrstu 9 mánuði ársins

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.