Hlynur á nýju Íslandsmeti á HM
17.Október'20 | 13:22Heimsmeistaramótið í hálfu maraþoni fór fram í Póllandi í morgun þar sem fjórir íslenskir keppendur voru á meðal þátttakenda.
Hlynur Andrésson var efstur af íslensku keppendunum. Hann var í 52. sæti af þeim 122 keppendum sem hófu hlaupið. Hlynur kom í mark á tímanum 1:02:47 sem er nýtt Íslandsmet.
Gamla Íslandsmetið átti Kári Steinn Karlsson sem hann setti árið 2015 og var það 1:04:55. Hlynur var að bæta sig töluvert en fyrir hafði hann hlaupið vegalengdina hraðast á 1:09:08.
Nánar má lesa um mótið á vef Frjálsíþróttasambands Íslands.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
23.Júní'22Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.