Leita leiða til að koma af stað áætlunarflugi í vetur

16.Október'20 | 07:25
IMG_5523

Bæjarstjórn leggur áherslu á að áfram verið leitað leiða til að koma af stað áætlunarflugi í vetur. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag gerði Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs grein fyrir viðræðum við aðila um flugsamgöngur og samgöngur á sjó.

Eftir umræður var lögð fram sameiginleg bókun bæjarstjórnar þar sem segir að bæjarstjórn fagni fréttum þess efnis Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum.

Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur. Bæjarstjórn lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú eftir samtöl á milli aðila ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

Funduðu með samgönguráðherra

Einnig leggur bæjarstjórn áherslu á að áfram verið leitað leiða til að koma af stað áætlunarflugi í vetur. Bæjarráð átti fund fyrr í mánuðinum með samgönguráðherra vegna stöðu flugsins og var ákveðið að halda áfram samtali um áætlunarflugið. Bæjarstjóri átti í framhaldi fund í dag með aðstoðamanni ráðherra til að ræða framhaldið á samtalinu.

Styttist í niðurstöður úr viðræðunum milli samninganefndar Vestmannaeyja og Vegagerðarinnar

Viðræður samninganefndar Vestmannaeyjabæjar við Vegagerðina vegna þjónustusamnings um rekstur Herjólfs eru hafnar og hafa aðilar átt fimm fundi. Fljótlega munu liggja fyrir niðurstöður úr viðræðunum milli samninganefndar Vestmannaeyja og Vegagerðarinnar. Bæjarstjórn og samningsaðilar leggja áherslu á að staðan skýrist fljótt svo hægt sé að eyða óvissu félagsins og starfsmanna um framhaldið, segir í bókun bæjarstjórnar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.