86 sjúkraflug milli lands og Eyja fyrstu 9 mánuði ársins

Í fyrra voru farnar 101 sjúkraflugferðir á milli lands og Eyja

14.Október'20 | 07:30
sjukraflu

Sjúkravél Mýflugs á Vestmannaeyjaflugvelli fyrr í mánuðinum. Ljósmynd/TMS

Á fyrstu níu mánuðum þessa árs hefur Mýflug farið í samtals 79 sjúkraflug til og frá Vestmannaeyjum. Að auki hefur Landhelgisgæslan farið 7 ferðir frá Vestmannaeyjum með sjúklinga til Reykjavíkur. Það eru jafn mörg skipti og þyrlan fór allt árið í fyrra með sjúklinga frá Eyjum.

Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga Íslands við fyrirspurn Eyjar.net. Fram kemur í svarinu að það sem af er þessu ári eru 63 ferðir frá Vestmannaeyjum og 16 flugferðir með sjúklinga til Vestmannaeyja hjá Mýflugi.

Ómar Olgeirsson, sérfræðingur hjá Sjúkratryggingum Íslands segir í samtali við Eyjar.net að í fyrra hafi Mýflug farið í alls 94 sjúkraflug til Eyja auk þess að Landhelgisgæslan hafi sinnt 7 útköllum. Alls voru 62 ferðir farnar með sjúklinga frá Eyjum en 32 sjúklingar voru fluttir í fyrra til Eyja með Mýflugi.

Þessu tengt: Fjórir í sjúkraflug á rúmum sólarhring

Mikið hefur verið um sjúkraflug milli lands og Eyja það sem af er október, en þar spilar einnig inn í að ekki er lengur áætlunarflug á milli lands og Eyja.

Sjúkraflug Mýflugs síðustu ár:

2016: 75 frá Vestmannaeyjum, 38 til Vestmannaeyja, alls 113

2017: 71 flug frá Vestmanneyjum, 37 til Vestmanneyja, alls 108.

2018: 89 flug frá Vestmanneyjum, 45 til Vestmanneyja, alls 134.

2019: 62 flug frá Vestmanneyjum, 32 til Vestmanneyja, alls 94.

Sjúkraflug Landhelgisgæslunnar síðustu ár:

2016: 3 frá Vestmannaeyjum

2017: 8 frá Vestmannaeyjum

2018: 7 frá Vestmannaeyjum

2019: 7 frá Vestmannaeyjum

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.