Að Náttúrugripasafnið og Byggðasafnið sameinist

13.Október'20 | 11:25
midstodi

Einn kosturinn sem lagður er til er að Náttúrugripasafnið og Byggðasafnið sameinist og verði á efri hæð að Strandvegi 30. Ljósmynd/TMS

Húsakostur og framtíðarskipan Safnahúss og Sagnheima hefur verið í vinnslu hjá starfshópi sem bæjaryfirvöld skipuðu. 

Sigurhanna Friðþórsdóttir, formaður starfshópsins kom á síðasta fund bæjarráðs til þess að fylgja eftir skilagrein sem starfshópurinn hefur lokið og sent bæjarráði. Ítarlega er farið yfir málið í skilagrein starfshópsins og þar kemur m.a fram að hópurinn leggi til tvennt.

Annars vegar tillögu til næstu ára þar sem Safnahúsið fær megináherslu og geymsluaðstöðu er komið upp á Strandvegi 30, efri hæð. Hins vegar lengri tíma lausn sem miðar við að Náttúrugripasafnið og Byggðasafnið sameinist og verði á Heiðarvegi 12 eða á efri hæð að Strandvegi 30.

Í niðurstöðu segir að bæjarráð þakki upplýsingarnar og vísar málinu til vinnu í tengslum við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlunar 2022-2024.

Skilagrein starfshóps um málefni safna Vestmannaeyjabæjar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.