Bæjarráð Vestmannaeyja:

Leggja til óbreytta fasteignaskattsálagningu

8.Október'20 | 07:38
IMG_0499

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/TMS

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í gær voru fasteignagjöld fyrir árið 2021 til umfjöllunar. Fasteignamat er lagt til grundvallar fasteignaskatti sem er einn helsti tekjustofn sveitarfélaga. 

Hækkanir á fasteignamati bitna því á húseigendum í formi aukins fasteignaskatts nema ákvörðun um annað sé tekin, segir í fundargerðinni.

Í fyrra var ákveðið að lækka fasteignaskatt á íbúðarhúsnæði fyrir árið 2020 í 0,291% í stað 0,33% frá fyrra ári og á atvinnuhúsnæði í 1,55% í stað 1,65% frá fyrra ári. Kom þetta aðallega til af mikilli hækkun fasteignamats í Vestmannaeyjum fyrir árið 2020. Fasteignaskattur á opinberar stofnanir var óbreyttur milli ára, eða 1,32%. Hækkun fasteignamats fyrir árið 2021 er töluvert lægri og því er svigrúmið til lækkunar ekkert, án þess að tekjur bæjarsjóðs af fasteignaskatti skerðist milli ára.

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð leggi til að fasteignaskattsálagning á íbúðarhúsnæði verði óbreytt milli ára, þ.e. 0,291% á íbúðarhúsnæði, 1,55% á atvinnuhúsnæði og 1,32% á opinberar stofnanir. Ákvörðun þessi er í anda lífskjarasamnings verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekenda og stjórnvalda þar sem m.a. er kveðið á um lægri skatta og lægri opinberar álögur til að auka kaupmátt og kjarabætur lágtekjuhópa. Bæjarráð vill leggja sitt af mörkum í þeirri viðleitni.

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is