Gamla Brekkuhús jafnað við jörðu

7.Október'20 | 11:07
IMG_4564

Ljósmyndir/TMS

Húsið Brekkuhús stóð allt þar til í gær í hverfi Ofanbyggjara, sunnan við Norðurgarð. 

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja samþykkti niðurrif hússins á fundi sínum í nóvember í fyrra að undangenginni umsögn Minjastofnunar Íslands.

Sigurður Smári Benónýsson, byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að gamla Brekkuhús hafi verið byggt árið 1912. Hann segir að ástand hússins hafi verið orðið það slæmt að ekki hafi verið um annað að velja en niðurrif.

Hann segir að heimilt sé að byggja aftur á bæjarstæðinu en ekkert liggi fyrir í þeim efnum. Verið var að ljúka við niðurrif hússins síðdegis í gær þegar að ljósmyndari Eyjar.net átti leið þar hjá.

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...