Air Iceland Connect tekur flugið til Eyja

- stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor

7.Október'20 | 20:31
air_iceland_vel

Air Iceland Connect er með tvær Bombardier Q400 vélar í rekstri og þrjár Bombardier Q200 vélar. Ljósmynd/Air Iceland Connect

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri hefur átt í samskiptum við fulltrúa flugfélaganna undanfarinn mánuð. Meðal annars Air Iceland Connect um mögulegt áætlunarflug til Vestmannaeyja á markaðsforsendum. 

Stjórnendur Air Iceland Connect líta á Vestmannaeyjar sem spennandi viðbót við áfangastaði þeirra og hafa ákveðið að hefja áætlunarflug til Eyja næsta vor. Í þessu felast mikil tækifæri til kynningar á Vestmannaeyjum sem áfangastað, bæði fyrir innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Einnig skiptir miklu máli fyrir Vestmannaeyinga að áætlunarflug hefjist aftur, segir í fundargerð bæjarráðs frá í dag. 

Í afgreiðslu ráðsins segir að bæjarráð þakki upplýsingarnar og fagnar fréttum um að Air Iceland Connect ætli að hefja flugsamgöngur til Vestmannaeyja á markaðslegum forsendum næsta vor. Bæjarráð lýsir jafnframt ánægju með að Isavia hafi nú ákveðið að draga til baka uppsagnir á flugvellinum í Vestmannaeyjum.

Sjá einnig: Isavia dregur uppsagnirnar til baka

Air Iceland Connect flýgur í dag frá Reykjavík til Ísafjarðar, Akureyrar og Egilsstaða, ásamt því að fljúga til Kulusuk, Narsarsuaq, Nuuk og Ilulissat á Grænlandi. Auk þess býður Air Iceland Connect flug til Færeyja. Air Iceland Connect er með tvær Bombardier Q400 vélar í rekstri og þrjár Bombardier Q200 vélar. 

Í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi

Fram kemur á vef flugfélagsins að Air Iceland Connect bjóði margs konar þjónustu bæði innanlands sem utan. Félagið hefur aukið hlut sinn í ferðaþjónustu innanlands með sérferðum til ýmissa staða, þar sem í boði eru skipulagðar skoðunarferðir sem hæfa öllum ferðalöngum. Félagið er í mikilli samvinnu við alla ferðaþjónustu á Íslandi.

Í eigu Icelandair Group

Air Iceland Connect, sem er í eigu Icelandair Group, rekur aðalskrifstofu sína í Reykjavík, en á varnarþing sitt á Akureyri. Í mars 2020 var rekstur Air Iceland Connect samþættur rekstri Icelandair. Starfsemi félaganna var samþætt, svo sem flugrekstrarsvið, sölu- og markaðsmál, mannauðsmál, fjármálasvið og upplýsingatækni. Flugrekstrarleyfi eru áfram aðskilin og áhafnir Air Iceland Connect eru áfram starfsmenn þess félags.

 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Meiraprófsbílstjóri óskast til starfa

29.Apríl'21

Óska eftir meiraprófsbílstjóra í vinnu sem fyrst - tímabundin vinna til 1. september.  Kranapróf kostur. Upplýsingar í síma 6600250, Magnús.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Tungumálafólk óskast til vinnu sem túlkar

10.Maí'21

Alþjóðasetur leitar að fólki í Vestmannaeyjum til starfa sem túlkar.  Góð kunnátta á móðurmáli og íslensku er skilyrði, auk góðrar færni í mannlegum samskiptum, stundvísi, háttvísi og trúnaður.  Starfið er unnið í verktöku og ráðast laun af fjölda verkefna. Vinnutími er frjáls og sniðinn að óskum hvers og eins.  Boðið er upp á gjaldfrjálst starfsþjálfunarnámskeið áður en störf hefjast. Umsókn ásamt ferilskrá sendist á asetur@asetur.is