Hreinlega forkastanleg vinnubrögð

Við munum aldrei sætta okkur við að vellinum verði lokað eða skortur á þjónustu þar komi niður á hagsmunum íbúa í Vestmannaeyjum, segir formaður bæjarráðs

2.Október'20 | 12:16
IMG_1892-001

Njáll Ragnarsson fundaði með Sigurði Inga Jóhannssyni í gær. Ljósmynd/TMS

Í gær funduðu forsvarmenn Vestmannaeyjabæjar með Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Njáll Ragnarsson segir í samtali við Eyjar.net að fundurinn hafi verið góður og upplýsandi bæði fyrir þau, sem og ráðherra. 

„Við komum skýrt á framfæri áhyggjum okkar af stöðunni varðandi flugið, bæði að flugfélagið Ernir hætti fyrirvaralaust áætlunarflugi til Vestmannaeyja og auk þess að Isavia sagði upp öllum sínum starfsmönnum á Vestmannaeyjaflugvelli á mánudag. Það er alvarleg staða sem blasir við okkur þegar við höldum inn í haustið.” segir Njáll.

Þessu tengt: Isavia segir upp öllum starfsmönnum flugvallarins í Eyjum

Búið sé að taka ákvörðun um að engin þjónusta sé á vellinum

„Það er alveg ljóst að okkur þykir vinnubrögð Isavia í þessu máli illa ígrunduð, illa undirbúin og í fullkomni hreinskilni finnst mér þau hreinlega forkastanleg. Eins og þetta horfir við mér er búið að taka ákvörðun um að engin þjónusta sé á vellinum, honum sé hreinlega lokað. Og þá vaknar spurningin um hvernig sjúkraflug til Vestmannaeyja tryggt? Hvernig fer með viðhald á vellinum og þeim mannvirkjum sem þar eru? Augljóslega gegnir flugvöllurinn okkar áfram mikilvægu hlutverki jafnvel þó áætlunarflug hafi nú hætt.” segir hann.

Ákvörðun Isavia hafi komið ráðherra og hans fólki í opna skjöldu

Njáll segir að það sem honum þótti merkilegt er að hann skildi það þannig á ráðherra að þessi ákvörðun Isavia hafi komið honum og hans fólki í opna skjöldu alveg eins og þeim. „Það vekur mann til umhugsunar um það hvernig þetta batterí starfar.”

En hvernig er þá staðan á þessum málum?

Staðan er sú að bæjarstjóri er búinn að vera í samskiptum við flugfélögin til þess að kanna stöðuna og möguleika þess að halda úti reglulegu flugi til Vestmannaeyja. Auk þess munum við í framhaldinu vera í viðræðum við ráðuneytið til þess að tryggja starfsemi á flugvellinum. Við munum aldrei sætta okkur við að vellinum verði lokað eða skortur á þjónustu þar komi niður á hagsmunum íbúa í Vestmannaeyjum, segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja. 

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).