Jarðvegsvinna hafin í botni Friðarhafnar

1.Október'20 | 12:00
20200930_162729

Ljósmynd/TMS

Jarðvegsvinna er nú hafin í botni Friðarhafnar. Þar á að byggja fiskvinnslu og mun hún standa við Strandveg 104. Jafnframt verða á fimmta tug bílastæða á lóðinni. Þá mun vegurinn breytast og færast vestar. 

Í lýsingu á starfseminni segir að byggja eigi fiskvinnslu fyrir vinnslu á ýmsum fiskafurðum. Við vinnslu er gert fyrir allt að 70 manns á vakt, 35 karlar og 35 konur. Afurðum verður keyrt inn í hús um móttökuplan. Afurðir verða hreinsaðar, pakkaðar og frystar eða kældar eftir þörfum. Frosnum afurðum er pakkað á trébrétti og þau geymd í frystigeymslu. Kældum vorum er pakkað í frauðplast og geymd í kæli. Útskipun fer fram á móttökuplani.

Sjá einnig: Vegurinn í botni Friðarhafnar færist vestar

Í húsinu er tæknirými þar sem eru kælipressur og amoníaksgeymar, rými fyrir loftpressur og annan búnað tengdan vinnslu. Skrifstofa vinnslunar ásamt kaffistofu og búningsklefa starfsfólks er á annari hæð. Gert er ráð fyrir 6-8 manns á skrifstofu.

Í þakrými er loftræsirými og létt geymsla. Vinnsluvatn fer í gegnum hreinsivirki þar sem fita og föst efni eru skilin frá vatninu, skv. viðauka III reglugerðar 789/1999, áður en það fer í frárennsli. Sorp verður meðhöndlað samkvæmt reglugerð um meðhöndlun úrgangs og eru gámar fyrir lokkað sorp á móttöku plani. Utan lóðar eru 42 stæði, þar af tvö fyrir hreyfihamlaða. Sótt verður um starfsleyfi samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir. segir í lýsingunni.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.