Funda í dag um uppsagnir Isavia

29.September'20 | 10:27
isavia_logo_flugstod

Ljósmynd/TMS

„Satt best að segja átta ég mig ekki á því hvað er að gerast þarna, hvernig menn sjá fyrir sér t.d. sjúkraflugið.” 

Þetta segir Njáll Ragnarsson, formaður bæjarráðs Vestmannaeyja í samtali við Eyjar.net um stöðuna sem upp er komin með uppsögn Isavia á starfsmönnum fyrirtækisins í Eyjum. 

„Þar fyrir utan átta ég mig ekki á því hvort Isavia ætli sér að hætta allri þjónustu og viðhaldi á flugvellinum okkar.” bætir hann við.

Þessu tengt: Isavia segir upp öllum starfsmönnum flugvallarins í Eyjum 

Hann segir bæjarfulltrúa ætla að hittast í hádeginu í dag til þess að ræða þessi mál. „Í framhaldinu þurfum við að taka þessa umræðu við stjórnvöld um það hvað sé í ósköpunum að gerast.”
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fasteignasalan Eldey

11.Maí'21

Eldey fasteignasala.  Sími 861-8901.  Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteignasali.  Goðahrauni 1.  disa@eldey.net.  Lægsta söluþóknunin í Eyjum, 1 % fyrir einkasölu. 

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...