Ekki fallist á að greiða fyrir færslu ljósastaura og götuskápa
28.September'20 | 07:20Tekið var fyrir bréf frá íbúum í Foldahrauni 14 og 17 á fundi umhverfis- og skipulagsráðs í síðustu viku.
Bréfritarar sækja þar um leyfi til að nýta alla framlóðina fyrir bílastæði og óska eftir að ljósastaurar og götuskápar verði færðir til í götunni. Farið var fram á að umræddur flutningur yrði alfarið greiddur af bæjaryfirvöldum.
Fram kemur í niðustöðu ráðsins að ráðið geri ekki athugasemdir við færslu á ljósastaurum og rafmagnskössum, og þar með stækkun á innkeyrslum, háð samráði við umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar.
Ráðið hafnar hins vegar beiðni um að sveitarfélagið greiði kostnað vegna breytinga. Allar framkvæmdir og breytingar skulu vera á kostnað umsækjenda eins og í sambærilegum málum, segir í afgreiðslu ráðsins.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.