Mengunarslys rædd í hafnarráði

24.September'20 | 07:57
IMG_4171

Akranes og þar á bakvið má sjá Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins. Ljósmynd/TMS

Tvö mengunarslys urðu í Vestmannaeyjahöfn með skömmu millibili í síðasta mánuði. Um þau var fjallað á fundi framkvæmda- og hafnarráðs á þriðjudaginn var.

Þann 19.ágúst sl. varð mengunaróhapp í Vestmannaeyjahöfn þegar olía rann í sjóinn frá Fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins og annað mengunarslys varð þegar olía lak frá Akranesi 2 sem lá sunnan á Nausthamarsbryggju.

Farið var yfir verklag og ástæður mengunaróhappanna.

Þessu tengt: Mengunarslys í smábátahöfninni

Í niðurstöðu segir að ráðið þakki veittar upplýsingar og leggur áherslu á að mengunarvarnabúnaður sé sífellt í lagi og til taks. Einnig hvetur ráðið notendur Vestmannaeyjahafnar til að sýna fyllstu aðgát svo koma megi í veg fyrir slys af þessu tagi.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.