Bergs-útgerðin komin í söluferli

24.September'20 | 12:10
bergur_ve

Bergur VE-44. Ljósmynd/TMS

Samkvæmt heimildum Eyjar.net hafa eigendur útgerðarfélagsins Bergs (Bergur ehf.) sett fyrirtækið í söluferli. Forsvarsmaður útgerðarinnar vildi ekki staðfesta þetta við Eyjar.net en sagði að þetta kæmi allt í ljós.

Hins vegar herma heimildir Eyjar.net að búið sé að tilkynna skipverjum frá þessari ákvörðun og að skipið verði ekki gert út í vetur.

Útgerðarfyrirtækið Bergur ehf. var stofnað árið 1969. Hjá félaginu hafa starfað allt að 15 starfsmenn þegar gert er út, en útgerðin hefur gert út skuttogarann Berg VE-44. Kvótinn sem Bergur hefur yfir að ráða 0,44% af heildarkvóta á fiskveiðitímabilinu 2020-2021 eða sem nemur 1.538 þorskígildistonnum. 

 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).