Samið við Gröfuþjónustu Brinks um gatnagerð í Áshamri

22.September'20 | 20:35
áshamar

Brátt verður hafist handa við gatnagerð á þessu svæði í Áshamrinum. Ljósmynd/TMS

Vestmannaeyjabær óskaði á dögunum eftir verðtilboðum í gatnagerð í Áshamri samkvæmt samþykktu deiliskipulagi. Niðurstaða verðtilboða var kynnt á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í dag.

Gröfuþjónusta Brinks bauð kr. 59.891.561 í verkið og HS vélaverk bauð kr. 73.252.290..

Í útsendum gögnum var gert ráð fyrir að verkinu yrði skipt í verkþætti eftir framgangi nýbygginga á svæðinu. Gera má ráð fyrir að 1. verkhluti muni kosta um 26 milljónir miðað við fyrirséðar framkvæmdir, að því er segir í fundargerð frá fundi ráðsins.

Í afgreiðslu ráðsins segir að ráðið feli framkvæmdastjóra að ganga til samninga við Gröfuþjónustu Brinks á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Ekki var gert ráð fyrir fjármagni í gatnagerð við Áshamar á yfirstandandi fjárhagsári og óskar ráðið eftir því við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting í verkið að upphæð 26 milljónir króna á árinu 2020.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.